http://www.52.is/


LP international Poland latinoamerica Iceland    Hafa samband            Notendur: 179 Virkir, 0 Skráðir inn - Klukkan er: 16:50

Barcelona

Nýr á 52.is? Skráðu þig hér, ókeypis!
rss
UKIPT London 2013
  manielm, Feb 20 2013

Jæja, kominn tími á nýtt blogg, um nýja ferð og vonandi nýtt ævintýri


5.Mars næstkomandi þá munu leikar byrja á seinasta stoppinu í UKIPT Season 3 sem verður haldið í London að þessu sinni.Mikið mun vera að ske í london þar sem EPT London verður svo haldið í beinu framhaldi af UKIPT. Það er búið að vera mikið talað um þetta á spjallsíðum eins og twoplustwo.com og er greinilegt að mikið verði um erlenda spilara þar sem eflaust margir koma til með að spila bæði mótin.


Það eru amk 5 íslenskir spilarar að fara spila UKIPT mótið og hugsanlega fleiri en þeir sem ég veit að eru staðfestir fyrir utan mig eru:

Anika Maí Íslandsmeistari
Arnór Freyr
Haukur Már
Ómar Guðbrandsson

Og vonandi eiga fleiri eftir að bætast í þennan hóp þó stuttur sé fyrirvarinn.Mótið verður haldið á Victoria Casino í miðborg London og er ljóst að fieldið verður vel yfir 1000 spilara. Mótið er cappað í 1200 samkvæmkt ukipt.com en spurning hversu heilagt það er, en 1640 spilarar spiluðu UKIPT Nottingham í fyrra sem cappað var í 1000. En það mun allt koma í ljós þegar nær dregur.


Haldið verður út á leið 6.Mars og spilað dag 1C daginn eftir.

Ætla að reyna að vera með eitthvað blogg á meðan ferðinni stendur en vonandi verða Íslendingarnir líka actívir á twitter á meðan mótinu stendur


Ef einhverjir hafa svo áhuga á að kaupa hlut í mér þá er hægt að henda á mig einkapóst hér á 52.is En hlutinn myndi ég selja á 1.35.


En þangað til næst

0 votes

Athugasemdir (3)


EMOP Barcelona #4
  manielm, Sep 16 2012

Jæja, allt of seint þá hendi ég þessari færslu inn

Oft er það þannig að þegar ílla gengur þá er maður ekki í miklu stuði til að endurskrifa það á blað


En ég byrjaði dag 1A á EMOP Barcelona núna á fimtudaginn og komst ég þá að þvi að ekki bara Óttar heldur einnig Bjarni nokkur sem ég kannaðist lítið sem ekkert við merktur Kojack peysu var einning að fara að spila daginn.


Ég byrjaði a borði sem lookaði til að byrja með ekkert alltof góðu fyrir mig en lítið var af local spánverjum eins og ég hafði vonast eftir eða bara ekkert af þeim en í staðin voru danir og svíar og bretar og fleiri þjóðir og ekki einn spánverji.


Þetta byrjaði voða rólega en fyrsta alvöru höndin kom þegar ég 3bettaði pre með AKo eftir raise og 2 köll. Ég bar í BB og 4bettaði original raiserinn mig upp í 1700 og 5bettaði ég upp í 3600.

Eftir á fannst mér það hafa verið mistök hjá mér að 5betta en hann 6bet shippaði 20k stack á mig og endaði ég með að folda enda var ég ekki til í að gambla fyrir stackinn minn klukkutíma inn í mót. Hann sagði mér seinna í mótinu að hann hefði shippað pocket 66 en hann var víst viss um að þetta hefði verið squeez hjá mér til að byrja með og ég væri með bluff.

Gott play hjá honum samt sem áður en stuttu seinna lenti ég síðan í hönd á móti sama aðila þar sem hann raisaði pre og ég kallaði með pocket 55 og floppaði setti. Raisaði flop og bettaði svo turn og river vel og fékk max value þar sem hann kallaði flopp A high með AK og turnaði K og river var blank og ég náði góðu value betti og var kominn í 36k.

Var ég líka rosalega ánægður með að hafa dregið úr honum tennurnar því hann átti aðeins 8k eftir þegar þessari hönd lauk. Hann náði svo reyndar stuttu seinna að double sig upp í 20k þar sem hann shippaði bottom pair og nutflushdrawl á floppi á móti top setti setti og dróg út í flush.

Fljótlega eftir break þá raisaði ég pre með AQo og fékk kall og hann 3bettaði í 2k úr BB en hann var búinn að raisa 5 eða 6 hendur í röð og var að spila rosalega mikið LAG og var það að virka fyrir hann feitt því menn voru rosalega þröngir við borðið.

Ég sem hefði hugsanlega foldað AQo á móti mörgum öðrum kallaði og kom floppið Qhigh rainbow. Hann bettaði 2.5k og kallaði ég. Turn kom 8 sem gaf spaða flushdraw og bettaði hann 4k, ég kalla og kom river 3 sem completaði flushið en var blank annarrsvegar og bettaði hann 10k og kallaði ég. Hann sýndi 25s í spaða fyrir riverað flush.

Ég hefði getað foldað pre á turni og á river og tiltaðist ég ekkert smá við þetta. Hann sagði mér reyndar seinna að hann hefði bluffað river ef hann hefði ekki hitt.

Ég datt niður í 17k eftir þetta en náði samt að vinna mig hægt og býtandi upp í 30k á tveim levelum og leið mér vel eftir það.

Eftir það samt gerðist lítið sem ekkert, eg fékk engar hendur og var ég mikið rokkandi í kringum 30k og var það þannig í þó nokkra klukkutíma og level.


Floor man kallaðis svo að seinasta levelið á deginum væri 800/1600 og vorum við þá að spila 500/1000 sem þýddi að það voru rúm tvö level eftir. Í 600/1200 kallaði ég 2,5k raise á button með ATs og kom floppið AKJ rainbow. Gæjinn bettaði 3,5k á floppi og flattaði ég. Turn var blank og spurði hann mig þá hvað ég ætti mikið eftir, sem var 21k og checkaði svo, ég tankaði í smá tíma en hugsaði að annaðhvort væri ég beat, eða ekki, of ekki þá ætti hann voðalega fá outs til að draga mig út og endaði ég með að checka. River kom T þannig að Q var straight og bettaði hann þá 8k inn í mig.
Í heimsku og tilti endaði ég með að kalla og hann sýndi pocket QQ fyrir röð, geðveikt og ég dottinn niður í 13k,

Tíu höndum seinna shippaði ég með pocket 77 og fékk kall af pocket 88 og 8 í glugganum og ég datt út. Rétt tæpum klukkutíma fyrir lokin á degi 1AEftir á þá fannst mér þessi AT hönd algjört klúður og ílla spiluð og sennilega hefði ég átt að betta turn til að loka þessu. Einnig hefði ég þessvegna átt að folda henni pre en var orðinn smá óþolinmóður vegna þess að ég hafði verið rosalega card dead.

Strákarnir sem spiluðu einnig, Óttar og Bjarni duttu einnig út á degi 1A og var því einginn til að reprisenta ísland á degi 2


En þetta er búinn að vera góð ferð og góð reynsla og fer þetta allt saman í bankann og vonandi lærir maður af þessu og gerir betur næst


Að gera betur næst og að það verði eitthvað næst er það eina sem skiptir máli og með því langar mig að þakka þeim sem fylgdust með mér hérna úti

Með bestu kveðju,

Máni Elmarsson0 votes

Athugasemdir (2)


EMOP Barcelona #3
  manielm, Sep 13 2012

Jæja, það er klukkutími í mót, en mótið byrjar 14:30 að íslenskum tíma en ekki 18:30 eins og ég sagði áður. Ruglaði víst tímamismuninum saman.

Var að mæta heim af ströndinni sem er hér beint fyrir utan hótelið okkar og er á leiðinni í sturtu og svo beint upp á casino.


Spilaði sattelite-ið á þriðjudaginn þar sem 111 spilarar tóku þátt og 15 miðar í boði, endaði í 27 sæti þar sem ég bustaði út með AJo vs Q8s á J45 borði. Shippaði yfir raise frá Q8 sem kallaði með flushdraw og lennti Q á river.

Kíkti svo í cash game þar sem lágmarks stakes voru 2€/4€ og tókst það merkilega að busta 400€ með KK vs AA í þriðju hönd.. fín byrjun þetta var :D


En mótið fer að stað fljótlega og ætla ég að twitta jafnt og þétt með gangi mála.
Þannig að þeir sem hafa áhuga á að fylgjast með, finnið mig á twitter undir,

Máni Elmarsson eða manielmars

Óttar nokkur Snæhólm verður einnig að spila dag 1A og ég hendi eflaust einhverju léttu um gang mála hjá honum. Síðan skelli ég inn bloggi um daginn í kvöld eða á morgun


Með kveðju i bili

Máni Elmarsson


0 votes

Athugasemdir (1)
Næsta síða


Höfundaréttur © 2019. 52.is Allur réttur áskilinn
Hafa samband Leiðarvísir